-4.7 C
Selfoss

Banaslys á byggingasvæði í Árborg

Vinsælast

Karlmaður um fimmtugt lést í alvarlegu slysi á byggingarsvæði í Árborg fyrr í dag. Slysið átti sér stað þegar hann féll niður af nýbyggingu. Lögreglan á Suðurlandi hefur staðfest að maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Rannsókn á málinu er hafin og er lögreglan að vinna að því að afla frekari gagna um tildrög slyssins. Ekki hafa verið gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Nýjar fréttir