8.4 C
Selfoss

Alexander Adam og Eric Máni valdir í landsliðið í motocrossi

Vinsælast

Alexander Adam Kuc og Eric Máni Guðmundsson hafa verið valdir til að taka þátt í landsliðsverkefnum á vegum Snjósleða- og mótorhjólasambands Íslands.

Alexander Adam var valinn landslið Íslands fyrir MXoN en liðið skipa þeir Eiður Orri Pálmarsson sem mun keppa í MX2, Máni Freyr Pétursson keppir í MX1 og Alexander Adam Kuc í MX OPEN. Ungt og efnilegt lið sem þegar hefur safnað mikilli reynslu í bankann og verður gaman að fylgjast með þeim gera enn betur í ár. Keppnin í ár fer fram 4.-6. október í MATTERLEY BASIN í Bretlandi.

Eric Máni var valinn í landslið Íslands fyrir Coupe de l’Avenir. Keppnin er haldin árlega í Belgíu fyrir ökumenn undir 21 árs. 15 þjóðir taka þátt árlega og má hver þjóð senda þrjú lið skipuð þremur ökumönnum til keppni. Ísland sendir í fyrsta skipti þrjú fullskipuð lið til keppni. Eric Máni Guðmundsson keppir í MX 2. Keppnin fer fram 28.-29. september í Belgíu.

Framtíðin í íslensku motocrossi er sannarlega björt og verður gaman að fylgjast með ökumönnunum okkar keppa á meðal þeirra bestu.

Motocross of Nation í Ernée í Frakklandi.

Nýjar fréttir