-3.1 C
Selfoss

Óútskýrð slys á köttum í Hveragerði vekja áhyggjur íbúa

Vinsælast

Á síðustu 16 dögum hafa sex kettir úr sömu götu í Hveragerði orðið fyrir meiðslum. Þetta kemur fram á íbúasíðu Hvergerðinga á Facebook. Þar er tekið fram að sex mismunandi kettir hafi komið heim, oftast að nóttu til, ýmist með sár á líkamanum, brotin skott, rifnar klær eða brotin bein. Einn köttur hafði lokast inni í skúlptúr sem stendur fyrir utan Listasafn Árnesinga. Listasafnið segir þetta grunsamlegt þar sem listaverkið hafi staðið uppi í sjö ár og enginn komist ofan í það á þeim tíma. Talið er að einn eða fleiri einstaklingar séu á bakvið verknaðinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kettir fá að finna fyrir því í Hveragerði, en fyrir nokkrum árum voru mörg tilfelli þar sem eitrað var fyrir köttum í bænum með frostlegi.

Lögreglan á Suðurlandi hefur verið upplýst um málið. Ef einhver hefur frekari upplýsingar er viðkomandi beðinn um að hafa samband við hana.

Á myndinni er umræddur skúlptúr þar sem einn köttur lokaðist inni.
Ljósmynd: Listasafn Árnesinga.

Nýjar fréttir