-1.1 C
Selfoss

KÁRI opnar myndlistarsýningar í Hveragerði

Vinsælast

KÁRI (Kári Sigurðsson) opnar tvær myndlistarsýningar í bókasafninu í Hveragerði. Sú fyrri er vísir að yfirlitssýningu með verkum allt frá árinu 1959 og fram að síðustu aldamótum. Á sýningunni eru 60 verk, nokkur þeirra eru í einkaeign. Sýningin opnar miðvikudaginn 18. september nk. kl. 15:00. Henni lýkur 5. október kl. 14:00. Á seinni sýningunni verða nýrri verk í bland við eldri, flest frá árinu 2000 og síðar. Sýningin opnar föstudaginn 11. október nk. kl. 15:00 og stendur til 29. október kl. 18:00.

Verk Kára eru gamaldags og í sauðalitunum, en höfða til allra aldurshópa. Myndefnið er alls konar, mannvistarleifar til sjávar og sveita, litapallettan er litir landsins í mildari tónunum og oft spilað á veðráttuna. Sjón er sögu ríkari.

Nýjar fréttir