-2.2 C
Selfoss

Grunnskólinn í Þorlákshöfn bregst við auknu ofbeldi meðal unglinga

Vinsælast

Dagana 11.-13. september nk. ætlar Grunnskólinn í Þorlákshöfn að halda kærleiksdaga. Tilefnið er umræður um aukið ofbeldi meðal barna og unglinga. Áhersla verður lögð á hvernig hægt sé að stuðla að jákvæðum samskiptum og kærleika í skólasamfélaginu. Skólinn ætlar að vinna kærleikslistaverk. Anna Margrét myndmenntakennari skólans skipuleggur verkefnið í samstarfi við 9. og 10. bekk. Unnið verður út frá setningunni: „Með kærleikann að vopni sigrumst við á ofbeldi og hatri.“ Nemendur munu skrifa setningar á bleik og rauð hjörtu sem tengjast því hvernig hægt sé að auka kærleika í umhverfinu.

Mynd: Shutterstock.

Nýjar fréttir