10 C
Selfoss

Viltu kynna fyrirtækið þitt og stækka tengslanetið?

Vinsælast

Atvinnubrú undir stjórn Háskólafélags Suðurlands í samstarfi við Sóknaráætlun Suðurlands óskar eftir fyrirtækjum til þátttöku í rafrænum hádegisfundum á tímabilinu 15. september til 15. nóvember.

Hádegisfundirnir eru vettvangur fyrir fyrirtæki til þess að kynna starfsemi sína fyrir háskólanemendum og öðrum áhugasömum aðilum og er markmiðið að opna dyrnar til aukins tengslanets og samstarfs fyrirtækja á Suðurlandi.

Það er oft ekki vitað hvernig starfsemi er innan fyrirtækja, hvaða verkefni eru í forgangi og hvers vegna. Flóra starfsfólks getur verið mjög fjölbreytt og bakgrunnur starfsmanna ólíkur. Hér er urmull af starfsemi sem ekki er vitað af og því er vilji fyrir að opna á þann möguleika fyrir rekstraraðila að kynna sig og kynnast öðrum á svæðinu. Það kostar ekkert að taka þátt en hægt er að skrá sig til þátttöku með því að smella hér.

Þeir sem vilja jafnvel ganga skrefinu lengra og bjóða háskólanemendum til heimsókna geta einnig skráð sig til leiks. Heimsóknirnar eru eingöngu ætlaðar háskólanemendum og eiga að gefa möguleikann á stærra tengslaneti, nýsköpun, atvinnusköpun eða opna á hugsanleg tækifæri sem liggja í loftinu.

Allar nánari upplýsingar veitir Helga Kristín verkefnastjóri í tölvupósti: helga@hfsu.is.

Nýjar fréttir