Nemendur og starfsfólk í Grunnskólanum í Hveragerði fóru í sínar árlegu árgangagöngur í blíðskaparveðri gær. Þessi hefð hefur verið við skólann síðan árið 2014. Göngurnar gera nemendum kleift að kynnast hinum ýmsu gönguleiðum í nærumhverfi sínu út skólagöngu sína. Hver árgangur fer mismunandi gönguleið. Fyrsti bekkur fer til dæmis svokallaðan heilsuhring, sem er gönguleið innan Hveragerðis sem hentar ungum börnum vel, á meðan tíundi bekkur gengur Sleggjubeinsskarð og niður í Reykjadal, en það eru u.þ.b. 16 kílómetrar. Aðrar leiðir sem eru gengnar eru meðal annars Ölfusborgir, Reykjadalur og Reykjafjall.
Mikil ánægja var með ferðina og heppnuðust göngurnar mjög vel.