1.7 C
Selfoss

Árgangagöngur í Grunnskólanum í Hveragerði heppnuðust vel

Vinsælast

Nemendur og starfsfólk í Grunnskólanum í Hveragerði fóru í sínar árlegu árgangagöngur í blíðskaparveðri gær. Þessi hefð hefur verið við skólann síðan árið 2014. Göngurnar gera nemendum kleift að kynnast hinum ýmsu gönguleiðum í nærumhverfi sínu út skólagöngu sína. Hver árgangur fer mismunandi gönguleið. Fyrsti bekkur fer til dæmis svokallaðan heilsuhring, sem er gönguleið innan Hveragerðis sem hentar ungum börnum vel, á meðan tíundi bekkur gengur Sleggjubeinsskarð og niður í Reykjadal, en það eru u.þ.b. 16 kílómetrar. Aðrar leiðir sem eru gengnar eru meðal annars Ölfusborgir, Reykjadalur og Reykjafjall.

Mikil ánægja var með ferðina og heppnuðust göngurnar mjög vel.

5. bekkur fór Hamarshringinn.
Ljósmynd: Grunnskólinn í Hveragerði.
1. bekkur labbaði heilsuhringinn.
Ljósmynd: Grunnskólinn í Hveragerði.
Elsta stig gengu Sleggjubeinsskarð.
Ljósmynd: Grunnskólinn í Hveragerði.
Veðrið lék við nemendur í árgangagöngunum.
Ljósmynd: Grunnskólinn í Hveragerði.

Nýjar fréttir