10 C
Selfoss

Samfélagsstyrkur Krónunnar til umsóknar

Vinsælast

Krónan styður við samfélagstengd verkefni með áherslu á æskulýðs- og ungmennastarf á hverju ári í gegnum styrki, viðburði og samstarfsverkefni. Liður í því er Samfélagsstyrkur Krónunnar, sem veittur er ár hvert til verkefna í nærumhverfinu sem stuðla að bættri lýðheilsu eða umhverfismálum með áherslu á yngri kynslóðina.

Þrjú verkefni hlutu styrk á Suðurlandi í fyrra og má þar fyrst nefna Knattspyrnufélag Rangæinga á Hvolsvelli sem nýtti styrkinn til uppbyggingar á kvennadeild félagsins þar sem markmiðið er að sporna við brottfalli ungra stúlkna úr knattspyrnu.

Að auki fékk verkefnið Ráðlagður dagskammtur styrk til að setja upp æfingastöðvar og skilti með hugmyndum að æfingum við nýja gönguleið í Vík í Mýrdal með það að markmiði að auðvelda íbúum Mýrdalshrepps að njóta útiveru og hreyfingar í sinni heimabyggð.

Að lokum hlaut Foreldrafélagið Leiksteinn á leikskólanum Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi styrk til kaupa á svokölluðu bambahúsi sem sett var upp á lóð leikskólans. Bambahús eru umhverfisvæn gróðurhús sem notuð eru til ræktunar allt árið um kring. Við smíði á bambahúsum er hugað að hringrásarhagkerfinu og eru húsin færanleg. Bambahús eru einna helst notuð bæði við kennslu og fræðslu, þá sérstaklega til að kenna börnum allt sem viðkemur ræktun og mikilvægi þess að huga að lífríkinu og umhverfinu.

Fresturinn til að sækja um er til 31. ágúst. Sjá meira hér: www.kronan.is/styrkir

Nýjar fréttir