-3.6 C
Selfoss

Ungir leikmenn Hamars skrifa undir

Vinsælast

Hamar hefur gert samning við fimm uppalda heimamenn fyrir komandi tímabil í körfuboltanum.

Samningar voru gerðir við Birki Mána Daðason, Arnar Dag Daðason, Kristófer Kató Kristófersson og Egil Þór Friðriksson. Lúkas Aron Stefánsson hafði síðan skrifað undir fyrr í sumar. Allt eru þetta uppaldnir strákar úr yngri flokka starfi Hamars.

Birkir Máni kom aftur í Hamar á seinasta ári eftir að hafa spilað með yngri flokkum ÍR í nokkur tímabil. Birkir kom virkilega flottur inn í sína fyrstu úrvalsdeildarleiki og óhræddur við að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu. „Hlökkum við mikið til að sjá hann taka tímabil tvö í frystikistunni,“ segir í tilkynningu frá Hamarsmönnum.

Arnar Dagur kemur aftur í Hamar eftir að hafa tekið eitt tímabil hjá Hrunamönnum í 1. deild í fyrra. Arnar spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hamar árið 2018 og er að fara á sitt fimmta tímabil með þeim. „Það verður ánægjulegt að sjá Arnar Dag aftur í Hamarsbúningnum,“ segir í tilkynningu frá Hamri.

Kristófer Kató er einnig að hefja sitt annað tímabil í meistaraflokki Hamars eftir að hafa farið í stuttan tíma í eldri flokka ÍR. Kató eins og hann er oftast kallaður er frábær skytta og duglegur frákastari.

Egill Þór er yngstur af þessum strákum en hann er fæddur árið 2007. Þrátt fyrir það er hann að fara á sitt þriðja ár í meistaraflokki Hamars og hefur hann tekið eftirtektarverðum bætingum á síðustu árum. Styrkur og vilji er það sem einkennir Egil og verður gaman að sjá hann á gólfinu í vetur.

Lúkas Aron var kynntur til leiks fyrr í sumar en hann kemur aftur í Hamar eftir eitt ár í meistaraflokki ÍR.

Halldór Karl Þórsson þjálfari Hamars og Lúkas Aron Stefánsson.
Ljósmynd: Hamar körfubolti.

Fyrtsi æfingaleikur verður 5. september þar sem allir þessir heimastrákar verða á gólfinu.

Hamar körfubolti

Nýjar fréttir