-1.1 C
Selfoss

Guðmundur Steindórsson spilar með meistaraflokki í vetur

Vinsælast

Guðmundur Steindórsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Guðmundur er vinstri skytta og öflugur varnarjaxl sem var hluti af stórskemmtilegu U-liði Selfyssinga í vetur. Á lokahófi 3. flokks og Akademíunnar var hann valinn varnarmaður ársins í 3. flokk ásamt því að útskrifast úr Handknattleiksakademíu Selfoss.

„Það er ljóst að við munum fá að sjá þennan spennandi leikmann stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki í vetur,“ segir í tilkynningu frá Selfyssingum.

Nýjar fréttir