Kvenfélögin 25 sem eru innan Sambands sunnlenskra kvenna sameinast um fjáröflun í Sjúkrahússjóð SSK. Sambandið hefur í áratugi safnað peningum í sjóðinn með sölu á kortum, fyrst voru það jólakort en svo tóku tækifæriskortin við sem og englar sem seldir voru í nokkur ár.
Að þessu sinni er það pakki með fjórum tækifæriskortum sem er boðinn til sölu á 2.500 kr. Listakonurnar sem leggja verkefninu lið að þessu sinni eru þær Ingunn Jensdóttir, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Gréta Gísladóttir og Katrín J. Óskarsdóttir. Myndirnar eru mjög fallegar og henta við hvaða tækifæri sem er.
Heilbrigðisstofnun Suðurlands nýtur góðs af þessari fjáröflun. Árið 2023 voru gefnar gjafir frá SSK til HSU að verðmæti 2.232.747,- kr.
Kortin fást á HSU á Selfossi, Hellu, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og Laugarási. Einnig er hægt að fá kortin hjá stjórn SSK, þeim Jóhönnu Lilju ritara, Sólveigu formanni, Andreu gjaldkera og Jóhönnu Maríu sem er í fjáröflunarnefnd SSK. Hægt er að hafa samband á netföngin
johannalilja09@gmail.com, ssk@kvenfelag.isandrearafnar@gmail.com og johannamaria2810@gmail.com. Einnig má hringja í Sólveigu formann í síma 869 6534.