11.7 C
Selfoss

Opið hús félags eldri borgara í Hveragerði heppnaðist vel

Vinsælast

Á Blómstrandi dögum í Hveragerði var mikið um að vera dagana 15. – 18. ágúst sl. Laugardaginn 17. ágúst var Félag eldri borgara í Hveragerði (FEB) með opið hús í Þorlákssetri við Breiðumörk frá kl. 13.00 – 17.00. Kynnti félagið þar starf sitt, bæði hópastarf og námskeið sem boðið er upp á. Aðsókn var mjög góð. Boðið var upp á kaffi og konfekt fyrir gesti.

Félagsmenn eru um 400. Hvergerðingar sem eru orðnir 60 ára og eldri geta nýtt sér hið fjölbreytta starf sem félagið býður upp á. Upplýsingar um starf félagsins er að finna á heimsíðu félagsins http://www.hvera.net.

Ljósmynd: AEÓ
Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis lét sig ekki vanta.
Ljósmynd: AEÓ
Ljósmynd: AEÓ

Nýjar fréttir