-8.9 C
Selfoss

Nýnemavika Menntaskólans að Laugarvatni heppnaðist vel

Vinsælast

Kæru Sunnlendingar,

Eftir gott og hressandi sumarfrí hefur nýtt skólaár við Menntaskólann að Laugarvatni loksins hafist. En með nýju skólaári fylgir alltaf nýr hópur nýnema. Að þessu sinni voru það 56 nemar sem fengu innkomu í skólann. Stjórn Mímis, nemendafélag menntaskólans tók hressilega á móti nýnemunum þann 19. Ágúst sl. þar sem fóru fram ýmsir skemmtilegir viðburðir og leikir sem gerði nýnemunum kleift að fá að kynnast hvoru öðru. Eldri nemendur mættu svo daginn eftir og komu sér fyrir á heimavistunum. Í kjölfar þess hófst hefðbundin skólaganga við Menntaskólann að Laugarvatni á ný. En fjörið var svo sannarlega ekki á enda. Föstudaginn sl. var kennslu lokið um hádegi og komu nemendur saman fyrir skírn nýnema af gömlum sið. Þá fylgja eldri nemendur nýnemum að Laugarvatni og fer fram sértæk athöfn í vatninu þar sem nýnemum er heiðrað og gerðir partur af okkar litla samfélagi sem ML-ingar. Enginn æðri og enginn óæðri, bara ML-ingar. Að lokum var auðvitað haldið uppi stemmningunni með laufléttu balli sem var haldið í Úthlíð. Þar sem allir skemmtu sér konunglega og fögnuðu nemendur nýju skólaári Og að því sögðu var nýnemavikunni við Menntaskólann á Laugarvatni 2024 á enda.

Sæbjörg Erla Gunnarsdóttir, ritnefndarformaður, Stjórn Mímis

Ljósmynd: Íris Dröfn Rafnsdóttir.
Ljósmynd: Íris Dröfn Rafnsdóttir.

Nýjar fréttir