Laugardaginn 31. ágúst kl. 10-12 verður frístundamessa Árborgar haldin í Lindexhöllinni á Selfossi. Frístundamessan er tækifæri fyrir börn og foreldra þeirra að kynna sér íþróttir og tómstundir í sveitarfélaginu. Sú nýbreytni verður í ár að það verður líka kynning fyrir fullorðna einstaklinga á hinum ýmsu frístunda- og félagasamtökum þar sem hægt er að skoða hvað er um að vera í samfélaginu fyrir fullorðna einstaklinga.
Fyrir þau sem hafa dreymt um að syngja í kór, prófa nýja hreyfingu og kynnast nýju fólki er upplagt tækifæri að kíkja við á laugardaginn í Lindexhöllina. Einstaklingar sem eru nýlega fluttir í sveitarfélagið eru sérstaklega hvattir til þess að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara.