-0.5 C
Selfoss

Patrekur Þór semur við Selfoss

Vinsælast

Patrekur Þór Guðmundsson Öfjörð hefur samið við handknattleiksdeild Umf. Selfoss til tveggja ára.

Patrekur er kvikur vinstri hornamaður uppalinn á Selfossi. Hann var hluti af skemmtikröftunum í U-liði Selfoss síðasta vetur og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins með 97 mörk í 18 leikjum. Í vor útskrifaðist hann úr Handknattleiksakademíu Selfoss.

Það er gaman að fá að fylgja Patreki áfram upp tröppurnar og sjá hann, sem og liðið allt, takast á við Grill 66 deildina í vetur.

Nýjar fréttir