7.8 C
Selfoss

Spennt að byrja hjá Dagskránni

Vinsælast

Elín Hrönn Jónsdóttir hefur verið ráðin sem nýr blaðamaður hjá Dagskránni og hefur hún nú þegar hafið störf. Hrönn, eins og hún er yfirleitt kölluð, býr í Hveragerði þar sem hún er uppalin. Hún er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.

„Ég er mjög spennt að byrja hjá Dagskránni. Það er mikið líf á Suðurlandi og heiður að fá að taka þátt í því að miðla því sem þar fer fram til almennings,“ segir Hrönn.

Ritstjóri Dagskrárinnar, Helga Guðrún Lárusdóttir, lætur af störfum hjá fjölmiðlunum í lok ágúst og þökkum við henni kærlega fyrir hennar störf og gott samstarf.

„Þessi tími hjá Dagskránni hefur verið mér lærdómsríkur og skemmtilegur. Ég vil þakka lesendum og öllum þeim fjölda fólks sem ég hef átt í samskiptum við fyrir frábært samstarf og held nú spennt af stað í ný verkefni,“ segir Helga Guðrún.

Björgvin Rúnar Valentínusson, útibússtjóri Prentmets Odda á Selfossi, rekstraraðila Dagskrárinnar, kemur til með að hugsa tímabundið um ritstjórn Dagskrárinnar og DFS.is.

Nýjar fréttir