-3.1 C
Selfoss

Valdimar Örn framlengir við Selfoss

Vinsælast

Valdimar Örn Ingvarsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Umf. Selfoss um tvö ár.

Valdimar Örn er tvítugur rétthentur og afar fjölhæfur leikmaður. Hann hefur leikið í báðum hornum, hægri og vinstri skyttu. Á síðasta tímabili kom hann inn í meistaraflokk til að leysa hlutverk á línunni. Þrátt fyrir ungan aldur þá á Valdimar yfir 60 leiki með U-liðum Selfoss síðustu ár.

Það verður gaman að sjá þennan kraftmikla leikmann mæta í stórt hlutverk með liði Selfoss í Grill 66 deildinni í vetur.

Nýjar fréttir