-5 C
Selfoss

Skólameistaraskipti í FSu

Vinsælast

Formleg skólameistaraskipti fóru fram 7. ágúst 2024 á Bollastöðum í FSu. Þá afhenti fráfarandi skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir – sem stýrt hefur FSu af röggsemi í 12 ár -táknrænum FabLab lykli Soffíu Sveinsdóttur nýráðnum skólameistara. Hefð er fyrir því að slík athöfn fari fram að frumkvæði Hollvarðasamtaka skólans. Þar situr núna í forsæti Vera Valgarðsdóttir fyrrum frönskukennari ásamt Önnu Sigríði Árnadóttur fyrrum spænskukennara, Dýrleifu Guðmundsdóttur formanni nemendaráðs og núverandi starfsmönnum Andreu Ingu Sigurðardóttur og Sigþrúði Harðardóttur.

Fráfarandi skólameistarar Sigurður Sigursveinsson og Örlygur Karlsson vottuðu athöfnina með stuttum ræðum, buðu nýráðin skólameistara velkomna, þökkuðu Olgu Lísu vel unnin störf og minntust um leið nýlátins Hjartar Þórarinssonar (1927 – 1924) skólamanns sem öðrum fremur áorkaði það að FSu varð að veruleika.

Nýráðinn skólameistari Soffía Sveinsdóttir er stúdent frá FSu 1997, kenndi efnafræði við MH um árabil, gegndi þar starfi IB stallara 2008 til 2022. Síðan þá hefur hún starfað sem sviðsstjóri vettvangseftirlits hjá Matvælastofnun. Soffía er með grunn- og framhaldsmenntun í efnafræði og diplómu í kennslufræðum frá HÍ. Auk þessa hefur hún lokið meistaranámi í mannauðsstjórnun og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.“

JÖZ

Nýjar fréttir