2.8 C
Selfoss

Fjörtíu og sjö tóku þátt í sprettþraut á Selfossi

Vinsælast

Sprettþraut fór fram á Selfossi sunnudaginn 11. ágúst sl. Alls 47 keppendur hófu daginn á 750 metra sundi í Sundhöll Selfoss, sem samsvarar 30 ferðum, og héldu beint í 18 km hjól, þar sem leiðin lá um Votmúlahringinn og til baka. Að lokum var hlaupið 5 km að Byko og aftur að sundlauginni, þar sem markið beið keppenda.

Keppt var bæði í almennum og opnum flokki, sem er ætlaður þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í þríþraut. Í karlaflokki sigraði Sigurður Örn Ragnarsson, en í næstu sætum á eftir honum voru Stefán Karl Sævarsson og Geir Ómarsson. Í kvennaflokki voru þær Sara Árnadóttir, Kristín Laufey Steinadóttir og Sonja Símonardóttir í efstu sætunum. Í opnum flokki karla sigraði Brynjólfur Flosason, en Ægir Sigurðsson og Kevin Ostacolo náðu öðru og þriðja sæti. Í opnum flokki kvenna voru Helga Gunnarsdóttir, Þórfríður Haraldsdóttir og Hafdís Guðnadóttir fremstar.

Þetta var í annað sinn sem keppnin er haldin og gekk allt mjög vel þökk sé góðu skipulagi og duglegum sjálfboðaliðum. Keppnin verður haldin aftur að ári og eru lesendur hvattir til að taka þátt og fylgjast með nýju starfi þríþrautarfélags UMFS. Hægt er að sjá tilkynningar í Facebook-hópi Þríþrautarfélags Selfoss.

Meðfylgjandi myndir tók Freyja Baldursdóttir.

Nýjar fréttir