1.7 C
Selfoss

Fjögur ung börn meðal yfirfarþega í bíl á Selfossi

Vinsælast

Lögreglan á Suðurlandi hefur á síðasta sólarhring kært átta ökumenn fyrir hraðakstur. Þar af mældist sá sem hraðast fór á 135 km/klst. Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir akstur án gildra ökuréttinda og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis.

Við eftirlit á Selfossi var ökumaður stöðvaður þar sem of margir voru í bifreiðinni, auk þess sem fjórir farþeganna voru ung börn án viðeigandi öryggisbúnaðar. Ökumaðurinn fékk í kjölfarið tiltal, sekt og var meinað að halda för sinni áfram.

Eitt minni háttar umferðaróhapp varð þar sem engin meiðsli urðu á fólki. Lögreglu barst tilkynning um tvö atvik þar sem ekið var á kyrrstæðar bifreiðar og ökumaður yfirgaf vettvanginn og eru þau mál til rannsóknar hjá lögreglu.

Nýjar fréttir