-8.2 C
Selfoss

Grillaðar kjúklingalundir með mexíkósósu

Vinsælast

Júlíana Kristbjörg Þórhallsdóttir er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég vil byrja á að þakka ritstjóra Dagskrárinnar fyrir að bjóða mér að hlaupa í skarðið sem matgæðingur vikunnar. Ég elska góðan mat og finnst sérstaklega gaman að skoða uppskriftir á Internetinu og finna eitthvað girnilegt til að prófa mig áfram. Ég einhvern veginn endaoftast á uppskriftarsíðu Berglindar – Gotterí og gersemar og fæ því að henda einu „shout-out“ á hana hér og deila með ykkur ótrúlega fljótlegri og sumarlegri uppskrift.

Grillaðar kjúklingalundir með mexíkósósu

Fyrir um 4

Grillaðar kjúklingalundir
1 pakki kjúklingalundir
50 ml ólífuolía
4 msk. Teryaki BBQ-sósa
1 tsk. hvítlauksduft
1 tsk. Kjúklingakrydd

Öllu nema lundum blandað saman í skál.

Kjúklingalundum velt upp úr marineringunni, plastað og leyft að standa í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Gott er að gera þetta áður en kartöflurnar fara í ofninn því þær taka hátt í 1 ½ klukkustund í eldun.

Grillið á heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið og leyfið síðan að standa í um 10 mínútur.

Mexíkósósa

1 mexíkóskur kryddostur frá Gott í matinn
400 ml rjómi frá Gott í matinn
1 tsk. sojasósa
1 tsk. kjúklingakraftur

Setjið um 200 ml af rjómanum í pott.
Rífið ostinn út í og hrærið vel við meðalháan hita þar til osturinn er bráðnaður.
Bætið þá restinni af rjómanum saman við ásamt sojasósu og krafti.
Hitið að suðu og lækkið þá hitann vel niður og leyfið að malla, hrærið reglulega í á meðan.

Bakaðar sætar kartöflur

2 ílangar sætar kartöflur
Ólífuolía
Agave-sýróp
Pipar

Hitið ofninn í 200°C.

Berið ólífuolíu utan á kartöflurnar og bakið í um 1 ½ klukkustund eða þar til kartöflurnar verða vel mjúkar að innan.

Takið út og skerið hvora kartöflu niður í 2-3 bita (eftir lengd/stærð).

Gott er að setja vel af sýrópi og smá pipar yfir kartöfluna þegar hún er komin á diskinn.

Salat

Blandað veislusalat
½ mangó, skorið niður
Um 20 vínber skorin niður
Kóríander
Um ½ krukka Dala-fetaostur
Um 2 lúkur mulið blátt Doritos

Ég vil að lokum skora á vinkonu mína og nýbúa á Selfossi, Dagnýju Lóu, að sýna okkur eitthvað skemmtilegt úr sínum uppskriftabókum!

Nýjar fréttir