3.9 C
Selfoss

Ævikvöldið gleðiganga á Sólvöllum

Vinsælast

Hvert viltu fara þegar árunum fjölgar og úthaldið er farið að dvína? Þá er gott að vita af stöðum sem taka vel á þörfum þínum. Einn staður af mörgum er dvalarheimilið Sólvellir á Eyrarbakka, þar ríkir mannúðin, þjónusta og kærleikur, sem er öllu æðri í lífinu.

Mín gæfa var að fá dvöl á Sólvöllum þegar ég sótti um dvöl á dvalarheimili, orðin 92 ára og löt að taka þátt í amstri dagsins, það var mér um megn með úthaldið en ekki vantaði löngunina til að vera í góðum félagsskap, hann er að finna á svona heimilum, þar sem mannúð og kærleikur ríkir.

Hér á Sólvöllum getur maður verið maður sjálfur, ekkert ráðríki eftir bókinni, þitt er valið, engin skipun frá yfirvaldinu. Hér er ég sjálfstæð en í öruggum höndum, hér er dekrað við vistmenn og þarfir manns eins og best verður á kosið að gera til hæfis. Matur og drykkur góður, hver og einn fær allt við sitt hæfi og löngun. Líkamsþjálfun og tómstundir við hæfi hvers og eins eftir óskum, við fáum að fara í bað eins oft og óskað er, hvenær sem er og allur þrifnaður er til fyrirmyndar.

Það sem vekur athygli mína er aðstaða starfsfólks sem vinnur með bros á vör þó að ekki sé mikið rými til athafna að sinna vistmönnum, ekki öll þau þægindi sem eru krafa í nútímanum, aldrei heyrist væl né víl yfir þrengslunum. Starfsfólkið á svo sannarlega skilið að tekið sé eftir því og sagt frá svona stöðum sem varla sé nokkuð hægt að finna að vegna framgöngu starfsfólksins. Það gerir gott úr öllu ef eitthvað er að, án þess að nota leiðindaorð eða afsökun, hér er talað um hlutina eins og þeir eru og allir að gera sitt besta sem gerir dvöl okkar vistmanna sem reyndin er.

Sólvelli má taka til fyrirmyndar til að ævikvöldið þeirra sem þiggja þessa þjónustu verði gleðiganga.

Didda á Sólvöllum

Nýjar fréttir