3.9 C
Selfoss

Gul viðvörun – Austan og Norðaustan hvassviðri á Suður- og Suðausturlandi

Vinsælast

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suður- og Suðausturlandi sem hefjast í nótt og standa fram á morgun, laugardaginn 3. ágúst.

Á Suðurlandi gildir viðvörunin frá kl. 06. í fyrramálið til kl. 16. á morgun er búist er við austan 15-20 m/s syðst á svæðinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum. Reikna má með snörpum vindhviðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu. Tekið er fram að tjöld geti fokið og er fólk hvatt til að huga að lausamunum

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá kl. 03. í nótt til kl. 14. á morgun. Búist er við norðaustan og austan 15-20 m/s vestan Öræfa og má sömuleiðis reikna með snörpum vindhviðum þar, t.d. í Mýrdal. Hægari vindur austantil á svæðinu.

Bent er á að á meðan á viðvörununum stendi verði varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind á þessum svæðum.

Nýjar fréttir