-5 C
Selfoss

Stefna á opnun hleðslugarðs GTS í september

Vinsælast

Framkvæmdir við hleðslugarð GTS ehf. eru í fullum gangi og áætlað er að opna 13. september næstkomandi.

Hleðslustöðvar verða 15 talsins með 26 tenglum í fyrsta áfanga og eru fyrir allar stærðir af bílum. Hleðslugeta stöðvanna verður frá 90 kw og allt upp í 600 kw. Þetta verður öflugasta hleðslustöð landsins með heildarhleðslugetu upp á 1440 kw.

Markmið GTS er að sýna fram á að rafvæðing sé raunhæfur kostur fyrir hópferðafyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið stefnir að því að vera leiðandi í orkuskiptum í hópferðastarfsemi á Íslandi. GTS leggur áherslu á græna orku, að draga úr mengun og vistvænan rekstur.

GTS er nú með þrjá rafknúna bíla í flotanum: 49 farþega lúxusrafmagnsrútu með 422 kW rafhlöðu. Drægni hennar er 350-400 km á hleðslunni. Einnig fyrsti rafmagnsstrætisvagn landsins sem er í fastri útleigu allt árið og nýlega bættist svo rafmagnsstrætó í flotann.

Sá vagn tekur 37 farþega og er með þriggja punkta öryggisbelti í öllum sætum. Drægni vagnsins dugar til að keyra allar ferðir dagsins, með smá hleðslustoppi inn á milli ferða á veturna.

Nýjar fréttir