3.9 C
Selfoss

Þrír iðkendur UMFS á palli í þriðju umferð Íslandsmótsins

Vinsælast

Þriðja umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram 20. júlí á vegum KA á Akureyri. Rúmlega 75 keppendur tóku þátt. Aðstæður til keppni voru með besta móti. Iðkendur og félagsmenn UMFS voru 5 og náðu þrír þeirra á pall. Í flokknum MX1 varð Alexander Adam Kuc í öðru sæti, í flokknum MX2 sigraði Eric Máni Guðmundsson og í kvennaflokk varð Ásta Petrea Hannesdóttir í öðru sæti. Annel Adamsson keppti í unglingaflokki og heldur áfram að bæta sig í hverri keppni.

Fjórða umferð Íslandsmótsins fer svo fram þann 10. ágúst á nýju svæði UMFS í Bolaöldum.

Nýjar fréttir