3.9 C
Selfoss

Mikil ánægja með heimsókn Garðyrkjufélags Íslands á Flúðir

Vinsælast

Það var mikil viðurkenning fyrir Hrunamenn þegar Garðyrkjufélag Íslands ákvað að sumarferðin í ár skyldi fara fram á Flúðum, mánudaginn 15. júní síðastliðinn. Ferðin, sem uppselt var í, naut mikilla vinsælda eins og sumarferðir félagsins gera jafnan.

Sveitarstjóri Hrunamannahrepps, Aldís Hafsteinsdóttir, tók að sér að velja hvaða garðar yrðu heimsóttir, sem var ekki auðvelt verk, þar sem hópurinn hefði getað skoðað þrisvar sinnum fleiri garða sem allir hefðu vakið aðdáun og ánægju meðal garðyrkjuáhugafólksins. Vegna stærðar hópsins, sem var í 70 manna rútu, þurfti að taka tillit til gatnakerfisins og möguleika á að snúa rútunni þegar garðarnir voru valdir.

Heimsóttir voru fjórir garðar; Bjarkarhlíð hjá þeim Önnu Magnúsdóttur og Helga Guðmundssyni, Smiðjustígur 1 hjá Margréti Óskarsdóttur og Birni Hreiðari Einarssyni, Smiðjustígur 3 hjá Jakub og Kristinu og Akurgerði hjá Jóni Snorrasyni og Þóru Biering en einnig röltu gestir bæði Ásastíginn og inn Túngötu og nutu þess að skoða alla þá fallegu garða sem eru við þessar götur.

Gestirnir voru yfir sig hrifnir, ekki síst af móttökum garðeigenda sem tóku einstaklega vel á móti þeim. Einnig reyndist mánudagurinn einn besti dagur sumarsins, sem bætti enn frekar upplifun gesta.

(3) Aldís Hafsteinsdóttir ásamt hjónunum Birni og Margréti að Smiðjustíg 1.
(4) Garðurinn við Smiðjustíg 1.
(5) Garðurinn við Smiðjustíg 3
(6) Smiðjustígur 3 – Gabriela, Gurrý og hjónin Jakub og Kristina, íbúar á Smiðjustíg 3.
(7) Akurgerði
(8) Akurgerði
(9) Gurrý ásamt hjónunum Jóni og Þóru í Akurgerði.
(10) Smiðjustígur 1
(11) Smiðjustígur 3
(12) Akurgerði
(13)

 

Nýjar fréttir