3.9 C
Selfoss

Sumarleg og grilluð súrdeigsbrauð

Vinsælast

Þorsteinn Már Ragnarsson er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég þakka Ingvari kærlega fyrir að henda þessu á mig, bjóst reyndar ekki við öðru þar sem við vinnum saman og allur okkar frítími fer í það að tala um hvað við vorum að elda daginn áður!

Ég hef gríðarlega mikinn áhuga á eldamennsku og elska að elda eitthvað gott og „djúsi“. Það er líklegast ekki annað hægt þar sem minni fjölskyldu finnst fátt betra en að borða eða matreiða góðan mat. Þar sem það er sumar hef ég gaman af því að henda mér á grillið. Hér fyrir neðan eru uppskriftir að tveimur grilluðum súrdeigsbrauðum sem eru afar sumarleg og skemmtileg.

 

Súrdeigsbrauð #1

  • 500 – 600 g risarækjur
  • 5 msk. hvítlauksolía
  • Safi úr einni sítrónu
  • 4 msk. graslaukur
  • Salt og pipar
  • 250 g smjör
  • 5 hvítlauksrif
  • 3 msk. graslaukur
  • Súrdeigsbrauð
  • Olía

Risarækjur
Fyrst þarf að setja risarækjurnar í marineringu. Blandið saman hvítlauksolíu, sítrónusafa, graslauk, salti og pipar saman við rækjurnar. Leyfið því að marinerast í að minnsta kosti hálftíma. Því næst setjið þið rækjurnar á spjót.

Hvítlaukssmjör
Skerið eða maukið hvítlauk og skerið fínt graslaukinn, setjið ofan í smjörið og svo salt og pipar. Leyfið því að standa við stofuhita svo það sé hægt að smyrja því á brauðið eftir grillun.

Næst er svo að grilla risarækjurnar, súrdeigsbrauðið og eina sítrónu. Skerið sítrónuna í tvennt og setjið á grillið þar til það er kominn litur á hana. Setjið smá olíu á súrdeigsbrauðið og grillið það þar til það eru komnar fallegar rendur. Grillið risarækjurnar í nokkrar mín þar til þær eru orðnar fallegar að lit.

Strax þegar súrdeigsbrauðið er komið af grillinu setjið góða „slummu“ af smjörinu á og svo rækjurnar. Kreistið svo brenndu sítrónuna yfir.

Súrdeigsbrauð #2

  • 400-500 g kjúklingabringur
  • 2-3 egg
  • 5 msk. parmesan-ostur
  • 300 – 400 g brauðrasp
  • Paprikukrydd
  • Hvítlauksduft
  • Salt & pipar
  • Pizzasósa
  • 3 hvítlauksrif
  • 3 tsk. oregano
  • Mozzarella-ostur, skorinn í sneiðar
  • Gróft skorinn basilíka
  • Súrdeigsbrauð
  • Olía

Kjúklingurinn
Merjið kjúklingabringurnar þannig þær verða um hálfur sentimetri. Því næst setjið þið bringuna í hrærð egg og því næst ofan í bragðbætta brauðraspið. Í brauðraspið setjið þið parmesan ost, paprikukrydd, hvítlauksduft og salt og pipar. Ef þið eigið steypujárnspönnu er hægt að gera þetta á grillinu en annars bara setjið vel af olíu á pönnu og steikið kjúklinginn þar til tilbúinn, skerið hann svo í strimla.

Sósan
Setjið á pönnu fínt skorinn hvítlauk í olíu og steikið í smástund, setjið svo pizzasósuna og oregano á pönnuna og hitið og setjið til hliðar.

Því næst setjið þið brauðið saman, fyrst pizzasósan, kjúklingur, mozzarella-ostur skorinn niður og toppað með gróft skorinni basilíku. Mikilvægt er að setja mozzarella-ostinn sem fyrst á svo hann bráðni aðeins. Annars er hægt að setja brauðið aðeins á grillið eða með brennara (ef þið eigið).

 


Ég skora á minn fagra bróður Hjört Sigurð Ragnarsson að henda í einhverja veislu fyrir okkur í næstu viku!

Nýjar fréttir