Hin eina sanna Unnur Birna mætir með tríó laugardaginn 20. júlí nk. í Tryggvaskálann. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Suðurlandsdjazz sem er búin að vera í gangi á laugardögum í sumar.
Með Unni leika þeir Gunnar Hilmarsson á gítar og Sigurgeir Skafti á bassa.
Veðurspáin er með albesta móti og er mælt með að fólk mæti snemma til að tryggja sér sæti.
Frítt er á viðburðinn í boði CCEP, Tryggvaskála, Sub ehf. og SASS.