3.9 C
Selfoss

Gissur ráðinn sviðsstjóri Vettvangseftirlits hjá MAST

Vinsælast

Gissur Kolbeinsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Vettvangseftirlits hjá Matvælastofnun (MAST). Gissur er með farsæla stjórnunarreynslu að baki. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna (BHM) í samtals þrjú og hálft ár en þar áður starfaði hann sem fjármála- og rekstrarstjóri félagsins í sjö ár. Sem framkvæmdastjóri BHM vann Gissur náið með 24 fag- og stéttarfélögum sem heyra undir bandalagið og framfylgir ákvörðunum stjórna þeirra, en málaflokkar Matvælastofnunar tengjast mörgum þeirra. Í starfi sínu sem framkvæmdastjóri hefur hann borið ábyrgð á daglegum rekstri, áætlanagerð og mannauðsmálum félagsins ásamt þjónustu til aðildarfélaga. Auk þess gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra Orlofssjóðs BHM, Sjúkrasjóðs BHM og Styrktarsjóðs BHM. Sem fjármála- og rekstrarstjóri BHM bar hann ábyrgð á ráðstöfun fjármuna félagsins sem og tengdra sjóða. Hann hefur einnig unnið að og leitt stefnumótun innan félagsins, borið ábyrgð á mannauðsmálum og verið leiðandi í umbótum og þróun stafrænna innviða.

Gissur er með M.Sc. í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Auk þess hefur hann lokið diplómanámi sem viðurkenndur stjórnarmaður.

Nýjar fréttir