Lið HSK/Selfoss sigraði glæsilega á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem haldið var á Laugum helgina 13.-14. sl. Lið HSK/Selfoss hlaut 746,5 stig en lið ÍR varð í öðru sæti með 606 stig. Piltar 11 ára, stúlkur 12 ára og stúlkur 14 ára unnu öll sína flokka. Sannarlega glæsilegur árangur hjá okkar fólki. Félagar í frjálsíþróttadeild Selfoss unnu glæsilega sigra á mótinu. Magnús Tryggvi Birgisson setti nýtt mótsmet í kringlukasti og HSK-met í 2000 m hlaupi í flokki 13 ára. Andri Már Óskarsson setti HSK-met í 400 m hlaupi í flokki 11 ára. Anna Metta Óskarsdóttir varð sexfaldur Íslandsmeistari og þeir Magnús Tryggvi Birgisson og Andri Már Óskarsson urðu þrefaldir Íslandsmeistarar. 18 Íslandsmeistaratitlar náðust í einstaklingsgreinum auk þess sem félagar deildarinnar unnu til fjölda silfur- og bronsverðlauna. Hér fyrir neðan er talinn upp árangur hjá félögum frjálsíþróttadeildar Selfoss en auk þess náðu iðkendur frá öðrum félögum af HSK-svæðinu góðum árangri sem er ekki upptalinn hér.
FLOKKUR 11 ÁRA
Andri Már Óskarsson: 1. sæti – 400 m hlaup 1:12,08 m, langstökk 4,06 m og fjölþraut 53 stig 2. sæti – hástökk 1,27 m. 3. sæti – 60 m hlaup 9,50 sek., kúluvarp 7,13 m og spjótkast 14,90 m.
Hilmir Dreki Guðmundsson : 2. sæti – kúluvarp 7,55 m. 3. sæti – langstökk 3,86 m
Bjarkey Sigurðardóttir: 3. sæti – langstökk 3,46 m
FLOKKUR 12 ÁRA
Sigríður Elva Jónsdóttir: 1. sæti – fjölþraut 44,5 stig. 2. sæti – 60 m hlaup 8,87 og hástökk 1,27 m. 3. sæti – langstökk 4,08 m og kúluvarp 8,06 m.
Þórhildur Salka Jónsdóttir: 2. sæti – spjótkast 18,45 m
FLOKKUR 13 ÁRA
Magnús Tryggvi Birgisson: 1. sæti– þrístökk 10,70 m, kringlukast 34,95 m og spjótkast 32,55 m. 2. sæti – 2000 m hlaup 7:50,42 m og 4×100 m boðhlaup 64,10 m. 3. sæti – kúluvarp 9.65 m og langstökk 4,76 m.
Birkir Aron Ársælsson: 2. sæti – 4×100 m boðhlaup 64,10 sek. 3. sæti – spjótkast 29,87 m
Ásta Kristín Ólafsdóttir: 1. sæti -spjótkast 36,56 m og kúluvarp 10,68 m. 3. sæti– 4×100 m boðhlaup 63,49 sek.
Dagbjört Eva Hjaltadóttir: 3. sæti – 2000 m hlaup 9:13,34 m og 4×100 m boðhlaup 63,49 sek.
Hugrún Hadda Hermannsdóttir: 3. sæti – 4×100 m boðhlaup 63,49 sek.
FLOKKUR 14 ÁRA
Kári Sigurbjörn Tómasson: 2. sæti – 4×100 m boðhlaup 64,10 sek., langstökk 4,36 m og þrístökk 7,93 m. 3. sæti – hástökk 1.36 m.
Stormur Leó Guðmundsson: 2. sæti – 4×100 m boðhlaup 64,10 sek.
Anna Metta Óskarsdóttir : 1. sæti – hástökk 1,51 m, langstökk 4,95 m, þrístökk 10,45 m, kringlukast 27,28 m, 80 m grind 14,10 sek. og 4×100 m boðhlaup 59,12 m. 2. sæti – 300 m grind 54,61 sek., 80 m hlaup 10,72 sek., 300 m hlaup 47,49 sek., 2000 m hlaup 8:27,79 m og 800 m (enginn tími) 3. sæti – spjótkast 23,91 m
Adda Sóley Sæland: 1. sæti – spjótkast 29,50 m og 4×100 m boðhlaup 59,12 sek. 2. sæti – kúluvarp 9,08 m, kringlukast 26,28 m og þrístökk 8,78 m. 3. sæti – 300 m hlaup 48,74 sek.
Elísabet Freyja Elvarsdóttir: 1. sæti 4×100 m boðhlaup 59,12 s
HSK/UMFS