Frá og með deginum í dag, 17. júlí, verður skylt að bera grímu í öllum samskiptum við sjúklinga á bráðamóttöku, lyflækninga- og göngudeild HSU. Þetta á við um alla skjólstæðinga, heimsóknargesti og aðra utanaðkomandi aðila.
Skjólstæðingar með öndunarfæraeinkenni skulu undantekningarlaust bera grímu á öllum starfsstöðvum HSU.
HSU minnir einnig á mikilvægi handhreinsunar, sem er einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir.
Þessar ráðstafanir verða endurskoðaðar í lok mánaðarins.