13.4 C
Selfoss

Sveitadagar GobbiGobb 

Vinsælast

Sveitadagar voru tilraunaverkefni GobbiGobb sumarið 2023. Vegna mikillar ánægju gesta var ákveðið að halda áfram að þróa þá og því eru þeir haldnir aftur núna í sumar.

Fyrsti Sveitadagur GobbiGobb var núna síðastliðinn laugardag. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið með besta móti þá létu gestir það ekki stoppa sig við að koma og njóta lífsins í sveitinni.

Gestir og gangandi gátu notið þess helsta sem gert er á Sveitanámskeiðum GobbiGobb. Margir lögðu leið sína niður í lindir með háva og krukkur og veiddu þar hornsíli á meðan aðrir smíðuðu sér báta til að sigla með í fjörunni.

Á sveitanámskeiðum er lögð áhersla á tengsl manna og dýra. Þar skipa hestarnir stóran sess og unnið er með þá á óhefðbundinn máta, þar sem nærvera og tengsl eru í forgrunni. Á Sveitadögum fá gestir sama tækifæri og geta klappað og kembt hestum að vild og upplifað þannig nánd og tengsl við dýrin. Einnig er teymt undir þeim sem vilja í þrautabraut og hefur það notið mikilla vinsælda. Þetta sumarið eru líka þrír litlir andarungar sem taka vel á móti öllum gestum.

Boðið er upp á ýmislegt fleira og er dagskráin ólík á milli sveitadaga.

Hvort sem um er að ræða sveitanámskeið eða sveitadag þá er áherslan okkar ávallt sú að komast undan áreiti og kröfum nútímans og leyfa fólki að njóta frjálsræðis í sveitinni og efla tengsl þess við dýr og náttúru.

Næstu sveitadagar eru laugardagana 20. og 27. júlí frá kl. 13:00-16:00 og eru allir velkomnir. Frekari upplýsingar er hægt að finna inni á heimasíðunni GobbiGobb.is.

Nýjar fréttir