-5.5 C
Selfoss

Umf. Hekla og Rangárþing ytra gera nýjan þjónustusamning

Vinsælast

Í morgun skrifuðu Ungmennafélagið Hekla og Rangárþing ytra undir nýjan þjónustusamning. Undanfarna 11 mánuði hafa átt sér stað viðræður og samtöl milli Ungmennafélagsins Heklu og Rangárþings ytra vegna endurnýjunar á þjónustusamningi, en gamli samningurinn rann út um áramótin.

Nýr samningur er til rúmlega þriggja ára og rennur út í árslok 2027.

Helstu atriði samningsins:

Rangárþing ytra styrkir Ungmennafélagið Heklu um 4.000.000 kr. árlega. Upphæðin tekur breytingum skv. neysluvísitölu.

Rangárþing ytra greiðir Ungmennafélaginu Heklu upp eignarhlut félagsins í íþróttavellinum á Hellu að upphæð 2.813.266 kr.

Ungmennafélagið Hekla fær 25.000 kr. fyrir hvern unninn Íslandsmeistaratitil sem og Norðurlanda-, Evrópu- og heimsmeistaratitla.

Ungmennafélagið Hekla fær 25.000 kr. fyrir hvert sæti í landsliði.

Ákvæði þess efnis að Ungmennafélaginu Heklu beri skylda til þess að sjá um sumarnámskeið barna í sveitarfélaginu hefur verið tekið úr samningnum.

Blasir því við að annað fyrirkomulag verði á sumarnámskeiðunum árið 2025.

Fyrir hönd félagsins viljum við þakka sveitarfélaginu fyrir samvinnuna við gerð nýs samnings. Það er álit félagsins að samningurinn sé mjög góður og komi til með að skila framförum fyrir íþróttastarf í sveitarfélaginu.

Umf. Hekla

Nýjar fréttir