-8.9 C
Selfoss

Skundum á Þingvöll og treystum vor heit

Vinsælast

Á fimmtudagskvöldið 18. júlí kl. 20.00 leiðir Guðni Ágústsson árlega göngu sína á Þingvöllum. Athöfnin hefst við Hakið (upplýsingamiðstöðina) kl. 20.00. Gengið verður á Lögberg og göngunni lýkur við Þingvallakirkju kl. 22.00. Gestur kvöldsins er Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Þau munu ræða lýðveldissöguna, allt frá stofnun Alþingis, sókn og sigra. Lilja mun helga erindi sín Jóni Sigurðssyni forseta, Bríet Bjarnhéðinsdóttur, baráttukonu um kvenfrelsi og Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra.

Karlakór Selfoss, einn öflugasti karlakór landsins, syngur milli atriða. Allir eru velkomnir að taka þátt í göngunni.

Nýjar fréttir