13.9 C
Selfoss

Kirkjuráð Örvars í Hveragerðiskirkju

Vinsælast

Félag fyrrum þjónandi presta og makar stýrðu fallegri og innihaldsríkri guðsþjónustu í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 14. júlí sl.

Sr. Friðrik Hjartar prédikaði og sr. Kristján Valur Ingólfsson þjónaði fyrir altari. Ester Ólafsdóttir lék á orgelið í messunni.

Að lokinni guðsþjónustu var kirkjukaffi í safnaðarheimilinu þar sem sr. Gylfi Jónsson lék á píanó undir fjöldasöng kirkjugesta.

Meðal kirkjugesta í Hveragerði var Kirkjuráð Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi. Þessi gæðastund var hluti tuttugu og fimm ára afmælishalds Hrútavinafélagsins en Kirkjuráðið hefur sótt messur í nær öllum kirkjum á Suðurlandi í starfstíma ráðsins.

Í lok kirkjukaffisins ávarpaði Kirkjuráðið hina fyrrum þjónandi presta og þakkaði þær mörgu ánægjulegu samverustundir í kirkjum á Suðurlandi sem fært hafa tilverunni fyllingu.

Björn Ingi Bjarnason,
Eyrarbakka.

Gengið fram Hveragerðiskirkju eftir guðsþjónustu. F.v.: Sr. Kristján Valur Ingólfsson og sr. Friðrik Hjartar. Mynd: Aðsend.
Léttleikandi kirkjuspjall í Hveragerðiskirkju. F.v.: Böðvar Gíslason, sr. Halldór Gunnarsson og Hannes Sigurðsson. Ljósm.: Anna Nilsdóttir og Björn Ingi Bjarnason. Mynd: Aðsend.

Nýjar fréttir