-4.4 C
Selfoss

Veðrið truflaði engan þegar Kótelettan fór af stað

Vinsælast

Tónlistar- og matarhátíðin Kótelettan hófst með fjölskyldutónleikum í gærkvöldi. Það var heldur betur kátt yfir gestunum enda ekkert smá úrval af tónlistarfólki á svæðinu. Það var heimafólkið í hljómsveitunum Slysh og Út í hött sem opnuðu kvöldið og svo var það hver sleggjan á fætur annarri. Hubba Bubba flokkurinn var mættur, Hr. Eydís, Aron Can, Patr!k „Pretty Boy Tjokkó“ og sjálfir Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna.

Stuðmenn og Patr!k frumfluttu nýtt lag

Stuðmenn og Patr!k notuðu tækifærið og frumfluttu nýja útgáfu af laginu „Fegurðardrottning” sem kemur út í næstu viku. Lagið er gamalt Stuðmannalag en endurgerðina unnu Stuðmenn með Ásgeiri Orra Ásgeirssyni upptökustjóra og Patr!k syngur með Röggu Gísla í laginu. Annars er það Magni „okkar„ Ásgeirsson sem hefur tekið við karlsöng Stuðmanna eftir að Egill Ólafsson veiktist.

Veðrið truflaði engan

Veðrið hafði engin áhrif á gesti kvöldsins sem mættu vel klæddir með góða skapið með sér og fram undan er mikil veisla í kvöld og alla helgina. Helgarpassar og dagpassar á laugardagskvöldið á tónlistarhátíðina eru uppseldir. Örfáir dagpassar eru eftir í kvöld, föstudagskvöld.

Það kostar inn á Tónlistarhátíðina en það er frítt inn á Fjölskylduhátíðina.

Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan
Ljósmynd/Kótelettan

Nýjar fréttir