-6.1 C
Selfoss

Hópa saman nemendur fyrstu áranna í tilefni 70 ára afmælis skólans

Vinsælast

Í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því að barnaskólinn á Seljalandi undir Vestur-Eyjafjöllum hóf starfsemi sína haustið 1954 hefur hópur fólks ákveðið að kalla saman þá nemendur sem stunduðu nám við skólann fyrstu tíu árin, þ.e. 1954- 1964. Þeir sem áhuga hafa á að hittast af þessu tilefni eru velkomnir að Heimalandi þann 24. ágúst nk.

Það kom á óvart, þegar farið var að kanna málið, hve margir nemendur voru við skólann á þessum árum. Þegar farið var að safna saman nöfnum nemendanna reyndust þeir hafa verið á annað hundrað.

Vonast er til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta og eyða dagsparti saman við upprifjun minninga og spjall um það sem á dagana hefur drifið frá þessum tíma.

Þeir sem ekki hefur náðst til eru hvattir til þess að hafa samband við Kristínu Á. Guðmundsdóttur í síma 896 8330, Þorberg Ólafsson í síma 898 3106 eða Hálfdan Ómar Hálfdanarson í síma 864 2235.

Nýjar fréttir