3.9 C
Selfoss

Öll hverfin á Hellu fá fjármagn til skreytinga á Töðugjöldum

Vinsælast

Markaðs-, menningar- og jafnréttismálanefnd í Rangárþingi ytra lagði nýlega fram beiðni um að sveitarfélagið myndi leggja til fjármuni til kaupa á sameiginlegum skreytingum hverfanna í tilefni 30 ára afmælis Töðugjalda.

Byggðarráð Rangárþings ytra hefur samþykkt að styrkja hvert hverfi um allt að 100.000 kr. til kaupa á sameiginlegum skreytingum vegna afmælishátíðarinnar.

Fyrirkomulagið er eftirfarandi:

  • Íbúar hvers hverfis koma sér saman um hvað skuli kaupa, leggja út fyrir vörunum og fá upphæðina svo endurgreidda frá sveitarfélaginu gegn framvísun reikninga eða kvittana þar sem fram kemur hvaða vara var keypt og upphæðin. Ekki er greitt fyrir vinnu, aðeins efniskaup og ekki má nýta fjármunina til annars en að kaupa skreytingar.
  • Íbúar hvers hverfis þurfa að útnefna einn fulltrúa til að halda utan um kvittanir. Best er að sá aðili leggi út fyrir skrautinu til að halda flækjustiginu í lágmarki en ef fleiri en einn úr hverju hverfi leggur út fyrir skrauti þarf endurgreiðslan samt að fara í gegnum einn fulltrúa sem útdeilir upphæðinni svo til annarra sem lögðu út.
  • Mikilvægt er að samtal milli íbúa hvers hverfis eigi sér stað – tilvalið er að hefja samtalið á hverfasíðunum á Facebook og hóa saman í hóp áhugasamra aðila sem vilja taka þátt í þessu.

Rangárþing ytra

Nýjar fréttir