-6.1 C
Selfoss

Bæjarins Beztu með „popup“ á Hvolsvöll

Vinsælast

Það er gaman að segja frá því að Bæjarins Beztu hafa opnað svokallaðan „popup“ stað á Hvolsvelli í Lava center.

Þar verður að sjálfsögðu boðið upp á landsþekktu og heimsfrægu pylsurnar þeirra með öllu tilheyrandi.

Íslensk kjötsúpa og mexíkósk kjúklingasúpa með dúnmjúku brauði verður þar líka í boði ásamt bakkelsi, sætindum, snakki, gosi og rjúkandi heitu kaffi bæði á könnunni og í vél eins og fram kemur í fréttatilkynningu frá Bæjarins Beztu fjölskyldunni og Lava center.

Það mætti líka segja að Bæjarins Beztu sé komið heim þar sem þau nota að sjálfsögðu SS pylsur sem eru gerðar hér á Hvolsvelli.

Það ættu allir sem eiga leið um þetta fallega bæjarfélag á Hvolsvelli að stoppa við hjá Bæjarins Beztu í Lava, gæða sér á gómsætum veitingum og kíkja á sýninguna hjá Lava, sjón er sögu ríkari.

Rangárþing eystra

Nýjar fréttir