13.9 C
Selfoss

Chris Caird til Japans

Vinsælast

Selfyssingurinn Chris Caird hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Nagasaki Velca í B1 deildinni í Japan. Á síðasta tímabili starfaði hann sem aðstoðarþjálfari London Lions, sem urðu Englandsmeistarar á síðasta tímabili ásamt því að komast í undanúrslit í Eurocup.

„Ég hélt ekki að ég myndi taka þetta skref svona snemma á þjálfaraferlinum mínum, það er víst. Japan er stór markaður fyrir körfubolta sem stækkar á hverju ári og fær NBA-leikmenn til liðs við sig, svo ég er spenntur að halda áfram að vinna með leikmönnum á háu stigi. Aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að fara þangað var yfirþjálfarinn, sem áður var með NZ Breakers, og framkvæmdastjórinn og annað starfsfólk sem koma frá NBA. Þetta er stórt tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við,“ sagði Chris í samtali við DFS.is.

Chris kom fyrst á Selfoss 2007 þar sem hann spilaði með FSu í fjögur ár áður en leið hans lá í háskólaboltann í Bandaríkjunum. Eftir háskólann snéri hann aftur til Íslands þar sem hann spilaði með Tindastóli áður en hann lagði skóna á hilluna og snéri sér eingöngu að þjálfun. Hann starfaði svo sem aðalþjálfari Selfoss körfu frá 2018 til 2023 áður en hann færði sig yfir til London Lions.

Nýjar fréttir