-0.5 C
Selfoss

Rennibrautin í Sundhöll Selfoss opnar aftur

Vinsælast

Rennibrautin í Sundhöll Selfoss opnaði laugardaginn 29. júní eftir endurbætur.

Síðasta haust kom í ljós að það þurfti að fara í töluverðar endurbætur á rennibrautinni í Sundhöllinni. Skipta þurfti um fimm efstu rennibrautarpartana og að auki var skipt um öll þrep í stiganum, mála þurfti gamla hluta rennibrautar og vanda til verks til að auka endingu og svo að hægt væri að renna hraðar.

„Þann 1. júní fékk hún að fara ein í sund í fyrsta sinn, hún fór nokkrum sinnum í upphafi mánaðar en síðan rennibrautin opnaði aftur hefjast dagarnir á því að útbúa nesti fyrir sundferð dagsins og ég sé hana ekki aftur fyrr en um kvöldmatarleytið,“ segir móðir 10 ára Selfyssings í samtali við Dagskrána.

Þá hefur innilaugin sömuleiðis opnað aftur eftir viðhald. Loftplötur losnuðu og þurfti að tæma laugina til að festa þær aftur og var tíminn nýttur til fyrirbyggjandi aðgerða vegna brotinna flísa í lauginni.

Nýjar fréttir