2.8 C
Selfoss

Skóflustunga tekin að nýjum gervigrasvelli

Vinsælast

Formleg skóflustunga var tekin að nýjum gervigrasvelli á íþróttasvæði Hamars síðastliðinn föstudag fyrir leik Hamars og Ýmis í 4. deild karla í knattspyrnu. Halldór Benjamín Hreinsson, forseti bæjarstjórnar, Þorsteinn Ragnarsson, formaður Hamars og Eydís Valgerður Valgarðsdóttir, formaður knattspyrnudeildar Hamars tóku skóflustunguna og nutu við það liðsinnis ungra knattspyrnuiðkenda félagsins.

Að skóflustungunni lokinni bauð Hveragerðisbær upp á pylsur og gos áður en viðstaddir færðu sig yfir á Grýluvöll til að fylgjast með leik Hamars og Ýmis. Heimamenn gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 5-2.

Jarðvinna er þegar hafin vegna nýja vallarins en það er verktakinn Auðverk ehf. sem sér um jarðvegsvinnuna í fyrsta fasa verksins.

Gert er ráð fyrir að æfingar hefjist á nýju gervigrasi snemmvetrar 2024.

Hveragerðisbær

Nýjar fréttir