11.6 C
Selfoss

Allt í blóma í Hveragerði um næstu helgi

Vinsælast

Það verður mikið um dýrðir í Hveragerði um næstu helgi en þá fer fram fjölskyldu-, menningar- og tónlistarhátíðin Allt í blóma.

Skyrgerðin opnar dyr sínar með Pub quizi og trúbador á föstudagskvöldi.

Laugardagsdagskráin er með besta móti, en á alla laugardagsdagskrá er frítt, þar verður meðal annars hinn geysivinsæli Markaður, barnadagskrá með Lalla töframanni, Tónafljóðum, trúðum, andlitsmálningu, hoppuköstulum, loftboltum og mörgu fleira.

Suðurlandsdjazzinn verður á sínum stað en þar kemur Unnur Birna fram ásamt hljómsveit.

Á stórtónleikum hátíðarinnar koma fram okkar fremstu skemmtikraftar en þau eru engin önnur en Birgitta Haukdal, Stefán Hilmarsson, Sigga Beinteins og Pálmi Gunnarsson. Að tónleikum loknum færist fjörið inn í tjaldið í geggjuðum fíling þar sem Sverrir Bergmann, Unnur Birna og fleiri halda uppi miklu stuði fram á nótt.

Að lokum eru kvöldtónleikar á sunnudegi með KK í Reykjadalsskála í alúðlegu umhverfi Reykjadals, miðar á tix.is.

Nýjar fréttir