-4.8 C
Selfoss

Ný stjórn kosin á aukaaðalfundi SASS í júní

Vinsælast

Aukaaðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, SASS, fór fram 7. júní sl. í Akóges salnum í Vestmannaeyjum. Fundurinn var haldinn þar sem í samþykktum samtakanna er kveðið á um að enginn skuli eiga sæti í stjórn lengur en sex ár samfellt. Úr stjórn gengu Ásgerður Kristín Gylfadóttir, þáverandi formaður, Grétar Ingi Erlendsson þáverandi varaformaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir og Einar Freyr Elínarson. Á fundinum var staðfest ný stjórn samtakanna en í henni sitja:

Aðalmenn

Gauti Árnason, Sveitarfélagið Hornafjörður
Jóhannes Gissurarson, Skaftárhreppur
Anton Kári Halldórsson, Rangárþing eystra
Njáll Ragnarsson, Vestmannaeyjabær
Árni Eiríksson, Flóahreppur
Brynhildur Jónsdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Arnar Freyr Ólafsson, Sveitarfélagið Árborg
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Hveragerðisbær
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus

Varamenn:

Eyrún Fríða Árnadóttir, Sveitarfélagið Hornafjörður
Einar Freyr Elínarson, Mýrdalshreppur
Eyþór Harðarson, Vestmannaeyjabær
Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Rangárþing ytra
Bragi Bjarnason, Sveitarfélagið Árborg
Ellý Tómasdóttir, Sveitarfélagið Árborg
Jón Bjarnason, Hrunamannahreppur
Sandra Sigurðardóttir, Hveragerðisbær
Erla Sif Markúsdóttir, Sveitarfélagið Ölfus

Anton Kári Halldórsson var kjörinn nýr formaður SASS og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir varaformaður. Um leið og ný stjórn var boðin velkomin til starfa var fráfarandi stjórn þakkað fyrir gott starf á liðnum árum.

Á fundinum voru samþykktar ályktanir en meðal þeirra var ályktun um að breyta þurfi lögum um lögheimili og aðsetur sem feli í sér að einstaklingar, sem ekki eru með lögheimili í skráðu íbúðarhúsnæði, verði skráðir með ótilgreint heimilisfang í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi var með tilgreint heimilisfang síðast, en ekki í því sveitarfélagi þar sem viðkomandi hefur haft þriggja mánaða samfellda dvöl.  Einnig var samþykkt ályktun sem skorar á Alþingi að samþykkja tafarlaust samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 og tryggja fjármögnun rannsókna á jarðlögum á milli lands og Vestmannaeyja.

Í lok fundarins fór fram fyrsta vinnustofan vegna gerðar nýrrar Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir tímabilið 2025 – 2029. Á fundinum var unnin styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra greining og unnið að markmiðasetningu með áherslu á sjálfbæra byggðaþróun. Þingfulltrúar unnu í hópum þar sem áherslur voru lagðar á þrjá meginflokka, þ.e. umhverfi, samfélag og atvinna og nýsköpun. Farið var yfir næstu skref við stefnumótunarvinnuna og sýnt myndband sem unnið hefur verið fyrir samtökin en það má sjá hér:

Fundurinn var afar vel sóttur og mættu fulltrúar frá öllum sveitarfélögum sem aðild eiga að samtökunum og almenn ánægja var með fundinn og vinnustofuna.

Sjá fundargerð aukaaðalfundar SASS hér.

Nýjar fréttir