-5 C
Selfoss

15 milljónir veittar til verkefna í neðri hluta Árnessýslu

Vinsælast

Stjórn SASS hefur samþykkt tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar og fagráðs menningar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands fyrir árið 2024. Samtals bárust 134 umsóknir, þar af 45 fyrir atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni og 89 fyrir menningarverkefni.

Heildarupphæð úthlutunar var 40,5 milljónir króna. Þar af fóru 18,3 milljónir til 16 atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna og 22,2 milljónir til 50 menningarverkefna, alls 66 verkefni.

Hæstu menningarstyrkina, 1 milljón króna hvor, hlutu Sinfóníuhljómsveit Suðurlands fyrir skólatónleika og Sumartónleika í Skálholtskirkju.

Hæstu styrkina í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar fengu Steinsholt ehf, 2,5 milljónir króna, fyrir rannsóknir á hringrásarhagkerfi og Dagný Hauksdóttir, 2 milljónir króna, fyrir undirbúning nýtingar ölduorku við Suðurland.

Nýjar fréttir