Í vetur sendi kórinn bréf til fjölda fyrirtækja og félagasamtaka sem hafa tengingu við Þorlákshöfn.
Erindið var að leita eftir styrk til kaupa á spjaldtölvum fyrir kórfélaga og leysa þar með af hólmi ljósritun á nótum og textum sem kórinn notar við athafnir.
Skemmst er frá því að segja að viðbrögðin voru mjög góð og tókst að safna fyrir rúmlega helmingi kostnaðar. Nú eru 24 spjaldtölvur komnar í hús.
Það sem vantaði uppá greiddu kórfélagar. Gengið var til samninga við Árvirkjann á Selfossi og fengum við verulegan afslátt á kaupunum sem gerði okkur kleift að klára verkefnið.
Eigendur Árvirkjas eru, Guðjón Guðmundsson, Haukur Guðmundsson og Sigríður Sveinsdóttir. Þökkum við þeim fyrir höfðinglegan styrk til verkefnisins.
Við viljum þakka eftirtöldum fyrirtækjum fyrir styrkina og þau eru:
Lýsi hf.
Krösus ehf
Þorlákur ehf
Útgerðarfélagið Burst ehf
Auðbjörg ehf
First Water hf
Árvirkinn ehf
Fyrir hönd stjórnar Kórs Þorláks og Hjallasóknar,
Daði Þór Einarsson formaður.