3.9 C
Selfoss

Bakaðir skarlottlaukar „Farinn á hausinn“ og rammþýskar steiktar gúrkur

Vinsælast

Gudrun Kloes er matgæðingur vikunnar að þessu sinni.

Ég þakka tengdadóttur minni fyrir tilnefninguna, þetta er mikill heiður. Oft hef ég fengið ljúffengan og fjölbreyttan mat hjá henni. Fyrir nokkrum árum kom út í Þýskalandi matreiðslubók eftir mig sem inniheldur viðtöl við fræga íslenska kokka og frumkvöðla á sviði eldamennskunnar. Einnig hef ég gefið út og sett í dreifingu bók dóttur minnar, Maike Hanneck, um íslenska matargerð, á þýsku og frönsku. En nú er komið sumar. Við garðverkin verð ég vör við ómótstæðilegan grillilm hér og þar í kring um mig í Þorlákshöfn. Því er ég með uppskriftir sem fara vonandi vel við grillveisluna.

Forréttur: Bakaðir skarlottlaukar Farinn á hausinn

Laukurinn fer í bakaraofn og þvælist því ekki fyrir grillmeistaranum.

Einn skammtur af þessum rétti er góður forréttur en hann gengur einnig sem aðalréttur með fersku salati og þremur skömmtun á mann.

Einn skammtur:

1 skarlottlaukur
matarolía eftir smekk
Maggi kryddsósa eða sójasósa
salt
þurrkað blóðberg eða ferskt garðtimian
rjómaostur með graslauk
½ smjördeigsplata
1 egg

Setjið bökunarpappír á bökunarplötu.
Dreifið olíu og Maggi sósu yfir.
Salta og strá blóðberginu yfir.
Takið utan af skarlottlauknum og skerið langsum í tvennt.

Smyrjið rjómaosti á smjördegið og leggið það ofan á laukinn, með ostinn niður á við.
Gerið rönd með gaffli.
Penslið með þeyttu eggi.
Bakið í 35 mínutur í ofni við 200° C, eða þar til fallegur litur er kominn á.

Steiktar gúrkur, rammþýsk uppskrift

Gott meðlæti með grillkjöti. Hentar einkar vel með grilluðum laxi eða silungi.

Uppskrift fyrir fjóra.

2 stórar gúrkur
smjör
50 g sykur
2 matskeiðar Dijon sinnep
2 matskeiðar syrður rjómi
1 búnt dill
salt og pipar
skvetta af Balsamic ediki

Skrælið gúrkurnar, skerið langsum í tvennt og takið miðjuna úr.
Skerið gúrkurnar í bita, um fingursbreidd.
Hitið sykurinn á pönnu, látið aðeins brúnast og setjið svo gúrkubitanna út í.
Salt, pipar, Balsamic.
Steikið í 5 – 7 mín. og látið vökvann gufa upp.
Nú er sinnepi, dilli og syrðum rjóma bætt við og tekið af hellunni.

Verði ykkur að góðu!

Að lokum langar mig að skora á son minn, Sindra Arinbjarnarson, en ég veit ekki mikið um hans hæfileika sem kokkur, svo þetta verður spennandi.

Nýjar fréttir