-5 C
Selfoss

Svanur sæmdur fálkaorðu

Vinsælast

Þann 17. júní sæmdi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum og var þetta síðasta fálkaorðuafhending Guðna, sem lætur af störfum sem forseti þann 1. ágúst nk.

Einn þeirra var Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari á Selfossi. Svanur var sæmdur riddarakrossi fyrir framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra, en hann hefur unnið ötullega að íþrótta- og félagsstarfi fatlaðra um árabil.

Rangæingurinn Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, var sömuleiðis sæmdur riddarakrossi, fyrir þjónustu í þágu samfélagsins á tímum hamfara.

Svanur Ingvarsson fálkaorðuhafi og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Ljósmynd: Forseti.is

Nýjar fréttir