10 C
Selfoss

Póstfjör við Krambúðina á Flúðum

Vinsælast

Veðrið lék við gesti á Flúðum í síðustu viku þegar því var fagnað að nú væru 100 póstbox aðgengileg hringinn í kringum landið, en hundraðasta póstboxið var nýlega reist við Krambúðina á Flúðum.

Pósturinn og Krambúðin tóku höndum saman og buðu heimafólki og gestum í sannkallaða sumarveislu. Fjöldi fólks lagði leið sína í veisluna, tónlistin ómaði um bæinn og var pylsum snúið í gríð og erg á snarpheitu grillinu. Mörg freistuðu gæfunnar í lukkuhjólinu og börnin sprönguðu um með fagurlega skreytt andlit.

Dregið hefur verið úr lukkupottinum og fengu tvö heppin sumarpakka sem meðal annars innihéldu gjafabréf frá Gömlu lauginni og Friðheimum. Afþreying á svæðinu er ekki af verri endanum og þótti starfsfólki Póstsins móttökur heimafólks sérlega hlýjar svo engan skyldi undra hve mörg lögðu leið sína á litlu Pósthátíðina.

Nýjar fréttir