-1.1 C
Selfoss

Hannyrðahornið: Harpa

Hör er dásamlegt hráefni sem gaman er að prjóna úr og flíkin verður létt og þægileg. Peysan Harpa er prjónuð ofan frá og niður úr einfaldri hörblöndu (37% viscose, 34% hör og 29% bómull) og tvöföldum mohair til skiptis. Í Hannyrðabúðinni fæst úrval af þessu garni í fjölda fallegra lita.

Stærðir: S – M – L

Efni: Litur a: Linea hör 3 – 3 – 4 dk, litur b: Anisia mohair 2 – 2 – 2 dk. Hringprjónar nr. 3,5 – 40 og 60 sm langir, prjónamerki, prjónanælur.

Mynstur:
1. umf sl með lit b.
2. umf br með lit b.
3. + 4. umf sl m lit a.
5. umf sl m lit b.
6. umf br með lit b.
7. umf sl m lit a.
8. umf 2 sl, 2 br út umferðina.
9. umf 1 sl, sláið upp á, 1 sl, 2 br út umferðina.
10. umf. 3sl, 2 br út umferðina.
11. umf. takið 1 sl óprjónaða, prjónið næstu 2 sl og steypið svo óprj. lykkjunni yfir þessar 2 sl, 2 br, endurtakið út umferðina.
Endurtakið umferðir 8 – 11 tvisvar sinnum.
20. umf. 2 sl, 2 br út umferðina.

Bolur

Uppskriftin byggir á mynsturbekkjum sem taka yfir 20 umferðir (sjá mynstur skýringu hér að ofan). Fitjið upp með mohair 68 – 72 – 76 l og prjónið 1 umf brugna. Skiptið yfir á lit a og prónið stroff 2 sl, 2 br alls 10 – 11 – 12 umferðir. Hér er gott að setja prjónamerki til að marka byrjun umferðar. Prjónið næstu umf sl með lit a og aukið út um 16 – 18 – 19 l jafnt yfir umferðina (u.þ.b. eftir 3ju hverja lykkju), alls 84 – 90 – 95 l á prjóninum.

Í 5. umferð er aftur aukið út um 28 – 32 – 33 l jafnt yfir prjóninn  (u.þ.b. eftir 3ju hverja lykkju), alls 112 – 122 – 128 l á prjóninum.

Í 8. umferð er aukið út um 28 – 30 – 32 l (u.þ.b. eftir 4 hverja lykkju), alls 140 – 152 – 160 l á prjóninum.

Næstu útaukningar eru alltaf gerðar í 1. umf mynsturs og 8. umf mynsturs.  (Það þýðir að það eru alltaf 1 l fleiri á milli aukninga en var í útaukningunni á undan).

Í stærð S eru prjónuð alls 3 mynstur og umferðir 1-2 af fjórða mynstri áður en ermalykkjur eru settar á hjálparprjón. Aukið er um 30 l jafnt yfir umferðirnar þar til 260 l eru á prjóninum, næst er aukið um 32 l (292 l á prjóninum þegar útaukningum er lokið).  

Í stærð M eru prjónuð alls 3 mynstur og umferðir 1-7 af fjórða mynstri áður en ermalykkjur eru settar á hjálparprjón. Aukið er um 32 l jafnt yfir umferðirnar í hvert sinn þar til komnar eru 312 l á prjóninn þá er aukið um 40 l (352 l á prjóninum þegar útaukningum er lokið).  

Í stærð L eru prjónuð 4 mynstur og fyrstu 2 umf af  fimmta mynstri (með útaukningu) áður en ermalykkjur eru settar á nælu. Alltaf er aukið um 36 l jafnt yfir umferðirnar (412 l á prjóninum þegar útaukningum er lokið).

Nú eru ermar settar á nælu, athugið að mynstur-prjónið heldur áfram. Prjónið 86 – 104 – 122 l setjið næstu 60 – 72 – 84 á nælu, prjónið 86 – 104 – 122 l  setjið 60 – 72 – 84 á nælu.

Prjónið mynstu áfram á búk 4 – 4 – 5 sinnum og loks umferðir 1 – 6. Skiptið yfir á lit a, prjónið eina umferð slétta og fækkið um leið um 8 – 12 -16 l jafnt yfir prjóninn (164 – 196 – 228 l á prjóninum) og prjónið brugðning 2 sl 2 br alls 10 – 11 – 12 umferðir. Skiptið yfir á lit b, prjónið eina umferð sl og fellið af með br lykkjum. 

Ermar

Takið lykkjurnar af nælunni og prjónið í hring skv. mynstri. Gott er að setja prjónamerki við upphaf umferðar. Í fyrstu og 8 umferð mynsturs er fækkað um 2 l þannig að önnur og þriðja lykkja umferðar eru prjónaðar saman og aftur tvær á undan síðustu lykkju umferðar. 

Prjónið alls 5 – 5 – 6 mynsturbekki (auðvitað má hafa ermarnar síðari eða styttri að villd, hér eru þær svokallaðar „trekvart“ sídd, en athugið að auðvelt er að máta peysuna til að sjá hæfilega lengd). Ljúkið með umferðum 1 – 6. Skiptið yfir á lit b og takið saman l þannig að 40 – 44 – 48 l séu á prjóninum og prjónið stroff 2 sl, 2 br, alls 10 – 11 – 12 umferðir. Skiptið yfir á lit b, prjónið eina umferð sl og fellið af með br lykkjum. 

Gangið frá endum og skolið úr mildu sápuvatni.

Nýjar fréttir